VISTVÆN RÆKTUN
BETRA BRAGÐ

vistavaen-trans…“í túninu heima“…hvers vegna það?

Jú svarið er einfalt, Lambhagi er lögbýli innan borgarmarka Reykjavíkur og því einn af fáum bóndabæjum höfuðborgarsvæðisins. Lambhagi hefur allt frá árinu 1979 séð borgarbúum fyrir ferskasta salati sem völ er á. Daglega líða einungis þrjár klukkustundir frá því að salat er skorið í gróðurreitum Lambhaga, þar til varan er komin í hillur verslana.
Þessi nálægð er einstök og tryggir Lambhagasalati algjöra sérstöðu hvað varðar ferskleika.

m2

LAMBHAGI
GRÓÐRARSTÖÐ

hafberg

graenmetiHafberg stofnar Lambhaga!

Hafberg Þórisson garðyrkjumaður, stofnaði Lambhaga gróðrarstöð árið 1979. Fyrirtækið er stærsti framleiðandi og seljandi á fersku salati og kryddjurtum í landinu.

Hafberg hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir metnaðarfulla og framsækna starfsemi í framleiðslu Lambhaga. Allt frá árinu 1979 hefur Lambhagi boðið upp á nýræktaðar jurtir og salat úr héraði af ferskasta tagi. Fyrirtækið styðst við nýjustu tækni í sjálfbærri, vistvænni ræktun.

BRAKANDI
FERSKT SALAT

salatskal

Í fararbroddi í salatframleiðslu!

Lambhagi hefur um árabil verið í fararbroddi í salatframleiðslu á Íslandi. Fyrirtækið hefur verið framsækið í því að tileinka sér bestu mögulega tækni til þess að rækta hágæða vöru við bestu aðstæður. Engin eiturefni eru notuð við framleiðslu Lambhagasalats. Framleiðslan fer fram á yfir 5.000 fermetrum allan ársins hring við skilyrði sem tryggja hámarksgæði.

Sjálft salatið

Salat er sú framleiðsluvara sem Lambhagi er þekktastur fyrir. Fyrirtækið framleiðir hinsvegar fjölda annarra tegunda grænmetis svo sem hveitigras og klettasalat (rucola). Lambhagasalat er best að rífa niður eftir þörfum. Geymist í kæli í umbúðunum. Lambhagasalat er ferskt þunnblaðasalat sem er mjög gott í græn salöt eða með áleggi á brauð. Salatið er rifið niður frekar en skorið og borið fram með salatsósu eða kryddolíu og ediki.
Eikarlauf er ómissandi í græn salöt og til skrauts. Nýtur sín vel með öðru blaðsalati, einnig gott með papriku, lauk og hvítlauk í hæfilegu magni. Milt bragð.

ungar-stulkur-3

ILMANDI
KRYDDJURTIR

Kitlaðu bragðlaukana!

Kitlaðu bragðlaukana með kryddi og salati frá Lambhaga!

Lambhagi býður upp á ferska og vistvæna ræktun á salati og kryddjurtum. Gróðrastöðin Lambhagi ræktar salat og kryddjurtir í pottum. Salat frá Lambhaga er ávallt nýtt og ferskt í verslunum.

kitladu

HVEITIGRAS
GRÆNI TÖFRASAFINN

hveitigras-drykkur

orka – næring – betri líðan

Hveitigrassafinn er pressaður úr lífrænt ræktuðu hveitigrasi sem ræktað er allan ársins hring í hátæknigróðurhúsum Lambhaga.

Dr. Ann Wigmore kennari og stofnandi Hippocrates Health Institute í Boston innleyddi neyslu safa úr hveitigrasi.

Safinn er stútfullur af næringaefnum,  vítamínum, steinefnum, blaðgrænu (chlorophyll) og ensímum og losar okkur við uppsöfnuð eiturefni í frumum líkamans, sérstaklega fitufrumum.

SJÁLFBÆR
LÍFRÆN RÆKTUN

Hátæknigróðurhús

Í hátæknigróðurhúsinu hafa verið sköpuð vaxtarskilyrði sem áður hafa ekki verið möguleg.

Fullkomið hitastig, fullkomin lýsing og ekkert umfram það. Fyrir tilstilli þessa alsjálfvirka og skilvirka umhverfis getur Lambhagi boðið upp á brakandi ferskar íslenskar afurðir allan ársins hring.

sjalfbar-lifraen-raektun

ferskara-merki

swienty