Gott salat kallar á brakandi ferskt hráefni sem er stútfullt af góðri næringu og trefjum og getur verið heil máltíð útaf fyrir sig.

Salat er sú framleiðsluvara sem Lambhagi er þekktastur fyrir. Fyrirtækið framleiðir hinsvegar fjölda tegunda sem minni sala er í svo sem hveitigras og klettasalat (rucola). Lambhagasalat er best að rífa niður eftir þörfum. Geymist í kæli í umbúðunum. Lambhagasalat er ferskt þunnblaðasalat sem er mjög gott í græn salöt eða með áleggi á brauð. Salatið er rifið niður frekar en skorið og borið fram með salatsósu eða kryddolíu og ediki.
Eikarlauf er ómissandi í græn salöt og til skrauts. Nýtur sín vel með öðru blaðsalati, einnig gott með papriku, lauk og hvítlauk í hæfilegu magni. Milt bragð.

stulkur