Ítölsk salatsósa
Hráefni:
- Tveir smálaukar
- Hæfilegt magn (2 msk kannski) fínsöxuð basilika
- 3 msk þurrt hvítvín
- 1 msk hvítvínsedik
- 1/4 tsk salt
- 1/4 tsk nýmalaður pipar
Aðferð:
Afhýðið og rífið smálaukana, fínsaxið basilikuna og bætið við hvítvíninu og hvítvínsedikinu, saltinu og nýmöluðum hvítum pipar og hrærið saman uns saltið er uppleyst. Lauknum, basilikunni og kryddblöndunni er þeytt svo létt saman.