Ein algengasta kryddjurtin í evrópu. Mest notuð í kryddpoka (bouqet garni) eða bara stráð yfir matinn að matseld lokinni; td súpur og sósur.

Steinselja (Petroselinum crispum) örvar meltingu og tuggin fersk þykir hún góð gegn andremmu, sérstaklega hvítlaukslykt. Í henni er mikið af vítamínum og steinefnum, ekki síst járni. Steinselja er vatnslosandi og góð gegn vindgangi, magakrampa, gigt og þvagfærasýkingum. Hún þykir einnig gagnleg við ýmsum kvensjúkdómum, til að draga úr tíðaverkjum og örva blæðingar. Rót og fræ steinselju eru líka notuð til lækninga og hafa sterkari áhrif en laufin.

Steinselja er jánrrík og hinniheldur karóten (forstig A-vítamíns), en eigi hún að hafa einhverja þýðingu í fæðunni þárf að neyta hennar reglulega og í talsverðu magni.

Vítamín
A Ret. ein 1083 µg
B1 0.12 mg
B2 0.30 mg
Niacin 1.0 mg
C (askorbínsýra) 150 mg

Aðrar vörur