Geggjuð gráðostasósa

Geggjuð gráðostasósa

Hráefni:

  • 50 gr gráðostur
  • 3 msk rjómi
  • 50 gr kotasæla/óhrært skyr
  • 1 msk af þurru hvítvíni
  • Kalt kjúklingasoð

Aðferð:

Gráðostinum og rjómanum er stappað saman uns blandan er jöfn og góð. Hrærið kotasæluna (eða óhrært skyr) með hvítvíninu. Kotasælunni og gráðostinum þeytt saman með eggjaþeytara. Sósuna má þynna td. með köldu kjúklingasoði.