Humarsalat fyrir tvo!
Humarsalat fyrir tvo!

Humarsalat

Einfalt- Fljótlegt – Seðjandi – Kætir Bragðlaukana

Hráefni:

 • 16 humar (skelin fjarlægð)
 • 3-4 tsk olía
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 5-7 sveppir (sneiddir)
 • smá af salti og pipar (má sleppa)
 • Ferskt salat (spínat og romaine kál)
 • 3-4 tómatar
 • 1 paprika
 1. Undirbúðu ferska salatið, tómatana og paprikuna og settu í 2 salatskálar
 2. Hitaðu olíuna og hvítlaukinn á pönnu
 3. Eldaðu sveppina þangað til mjúkir
 4. Bættu við humrunum og eldaðu þá í u.þ.b. 4 mínútur og stráðu salti og pipar yfir ef þú notar það
 5. Settu humrana og sveppina á ferska salatskálina þína og njóttu.

 

Frá: Lilju Líf Magnúsdóttur