Hafberg Þórisson, aðaleigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík, segir framtíðarstöðu fyrirtækisins í höfuðborginni ekki glæsilega. Ástæðan er gríðarleg hækkun á verði hitaveituvatns frá Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrirhuguð er um áramót. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Bændablaðsins sem kemur út í dag.
