Jólagratín

Ljúffengt gratín með spínatkáli

4 matsk. smjörlíki,
4 bollar saxaður laukur/rauðlaukur
1/2 bolli hveiti
1 tsk. múskat,
2 1/2 dl. rjómi / hafrarjómi
1 !/2 kg. spínatkál frá Lambhaga
1 -2 bollar rifinn Amros ostur 100 gr. pk./Vegan parmesan
3 tsk. salt.
Pipar eftir smekk
Rifinn Violife Veganostur ofan á

Fyrst er niðurklippt spínatkálið ásamt smjörlíki sett í pott og hitað.
Í sér potti er svo niðurskorinn smáttsaxaður laukur gylltur í smjörlíki.
Þessu er svo blandað saman við vægan hita, rjómanum, hveiti og rifnum Amrosi ostinum bætt úr. Að endingu er allt kryddað eftir smekk

Hægt er að skella þessari böku beint í frysti og taka svo út fyrir jólin. Eftir afþýðingu er hún bökuð í ofni við 180°C í ca. 20 min.