Frá því árið 1993 hefur Skógræktarfélag Íslands tilnefnt eitt ákveðið tré á landinu „Tré ársins“ enda þarf saga þess að vera eftirtektarverð á einhvern máta.
Fyrir valinu í ár varð fallegt Sitkagreni á Seyðisfirði.Hæð þess mældist 10.91 m. og var skjöldur afhjúpaður um sögu þess sl. sunnudag, 17. september.Saga trésins er sú að þegar stóra aurskriðan féll árið 2020 á Seyðisfjörð þá kringdi skriðan sig um þetta tré. Nú hefur svæðið fengið nýja ásýnd, gróið og fallegt. Hjónin Haraldur Aðalsteinsson og Sigurbjörg Björnsdóttir gróðursettu tréð árið 1975 en þau bjuggu í húsinu Sandfelli, sem nú er horfið.