05/04/24
Lambhagi býður á völlinn
Sunnudaginn 7. apríl kl. 13:00 mun FRAM leika á móti Vestra í Bestu deildinni á Lambhagavellinum
Lambhagi ætlar að bjóða öllum FRÍTT á leikinn!
———–
Tilkynning FRAM
Það er komið að því. Veislan er að byrja! Og
Fyrsti leikur FRAM í Bestu deildinni þetta sumarið fer fram á Lambhagavellinum, sunnudaginn 7. apríl kl. 13:00.
Andstæðingurinn er Vestri, sem eru að spila sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi. Tímamótaleikur og viðbúið að vestfirðingar muni fjölmenna í bæinn til að styðja sína menn.
Við Framarar tökum að sjálfsögðu vel á móti þeim og stefnan er sett á að fylla stúkuna og helst rúmlega það. Vinir okkar í Lambhaga ætla að fagna með okkur með því að bjóða öllum FRÍTT á leikinn!
Þetta verður alvöru. Nú mætum við öll og við mætum í bláu, fáum okkur hamborgara, kaupum nammi og drykk, hæfævum nágranna og vini, öskrum okkar menn áfram og höldum alvöru partý.
Lambhagavöllur Fram er hjartað í hverfinu. Sýnum vestfirðingum og heiminum öllum hvernig það slær!