16/02/24

Lambhagi tekur slaginn með Fram!

Það er sönn ánægja að tilkynna stuðningsmönnum Fram, íbúum hverfisins og áhugafólki um íþróttir almennt að Knattspyrnufélagið Fram og Lambhagi hafa stækkað samstarf sitt til næstu þriggja ára. Fram leitaði til fyrirtækisins með nafnagiftir keppnisvalla félagsins í huga í vetur. Sem frumbyggjar í hverfinu, tók Lambhagi vel í þá hugmynd og úr varð. Þannig munu keppnisvöllur Fram í handbolta heita Lambhagahöllin og keppnisvöllur Fram í fótbolta heita Lambhagavöllurinn næstu þrjú árin í hið minnsta.

Hafberg Þórisson garðyrkjumaður, stofnandi Lambhaga og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir formaður Fram undirrituðu samning þess efnis á dögunum.

„Við erum virkilega ánægð með samstarfið við Lambhaga, tvö rótgróin félög og nágrannar í hverfinu. Lambhagi framleiðir heilsusamlega vöru sem rímar einstakleg vel við það sem við stöndum fyrir hjá Fram. Við erum þakklát fyrir stuðninginn og hlökkum til samstarfsins,“ sagði Sigríður Elín við undirritun samningsins.

Á fundinum nýtti Hafberg einnig tækifærið til tilkynna mikilvæg skref í baráttunni við verðbólguna. „Lambhagi gróðrarstöð hefur tekið þá ákvörðun að halda sama verði á framleiðsluvörum fyrirtækisins í ár. Þannig vill Lambhagi sýna samstöðu með öðrum aðilum á markaði sem hafa það að leiðarljósi að styðja við íslenska hagkerfið og stuðla að hjöðnun verðbólgunnar á óvissutímum“

Sjáumst á Lambhagavellinum/Lambhagahöllinni Framarar!

Myndir teknar af Kidda Trausta