11/11/19

Ný gróðrarstöð í byggingu

Hafberg Þórisson er nú að reisa nýja gróðrarstöð í Lundi í Mosfellsdal. Þar er þegar búið að reisa 7.000 fermetra stálgrindarbyggingu undir salatrækt og á næstu árum munu rísa þar við hliðina tvær slíkar byggingar til viðbótar. Segir Hafberg að heildarstærð stöðvarinnar í Lundi verði um 22.000 fermetrar, eða um 7.000 fermetrum meiri en gróðrarstöð Lambhaga í Reykjavík er nú. Þá verða byggð þar líka starfsmannahús og fleiri byggingar er tengjast starfseminni.