Spínatkál

Spínatkálið okkar er af ættinni BRASSICA RAPA – KOMATSUNA. Það er einstaklega næringarríkt og járnríkt og stundum kallað OFURFÆÐA.

Brassica rapa – Komatsuna tegundin inniheldur enga OXALSÝRU sem finnst í miklu magni í spínati. Þessa tegund af spínatkáli má borða ferska og ósoðna en ráðlagt er að sjóða allar spínatstegundir til að ná út oxalsýruinnihaldinu sem er skaðlegt. Að sjálfsögðu má líka sjóða eða steikja spínatkálið brassica rapa ef fólk vill.

Þú getur fengið spínatkálið í pakkningunum:

  • 125 g boxum – skorið með stönglinum sem er líka mjög næringarríkur
  • 500 g poka fyrir stórnotendur

Innihaldslýsing per 100 g:

  • Orka: 92 KJ / 22 kcal
  • Prótein: 2,2 g
  • Fita: 0,3 g
  • Kólesteról: 0 mg
  • Kolvetni: 3,9 g
  • Viðbættur sykur: 0 g
  • Trefjar 2,8 g
  • Vatn 90,9 g
  • A-vítamín 495 μg
  • B-vítamín 1.17 mg
  • C-vítamín 130 mg
  • Kalsíum 210 mg
  • Járn 1,5 mg
  • Magnesíum 11 mg
  • Fosfór 28 mg
  • Kalíum 449 mg
  • Natríum 21 mg