Vatnakarsi

Vatnakarsi er notaður til skreytinga í salöt og á smurt brauð. Einnig er gott að strá honum yfir súpur og sósur eftir matseld en hann missir bragðið við suðu. Einstaklega góður í kartöflu-, eggja- og grænmetissalöt. Vatnakarsinn er skyldur sinnepi og hefur bragðeiginleika þess.

Vatnakarsinn er einstaklega vítamínríkur og þá sérstaklega af K-vítamíni, C-vítamíni, A-vítamíni og B-vítamíni og hlaðinn andoxunarefnum.

Vatnakarsinn er seldur í afgreiðslu Lambhaga og eftir pöntunum.

Þú getur fengið Vatnakarsann í:

  • 120 – 140 g pappírspotti – þar sem plantan er lifandi fersk – hægt er að nýta hana strax eða veita henni framhaldslíf í þínum eigin garði

Innihaldslýsing per 100g:

  • Orka: 134 kj / 32 kcal
  • Prótein: 2,6 g
  • Fita: 0,7 g
  • Fitusýrur:
    • Mettaðar 0,1 g
    • Ómettaðar 0,1 g
  • Kólesteról: 0 mg
  • Kolvetni: 5.5 g
  • Viðbættur sykur: 0g
  • Trefjar 1,1 g
  • Vatn 89%