30/04/21

Samfélagsskýrsla Lambhaga

Lambhagi hefur ávallt kappkostað að vinna að sjálfbærri þróun þar sem leitast er við að vernda náttúruna og skapa heilbrigt vinnuumhverfi. Auk þess er lögð áhersla á að framleiðsla fyrirtækisins fylgi ströngum gæðaferlum til að tryggja heilbrigða og holla afurð. Það er markmið Lambhaga að bjóða viðskiptavinum fyrirtækisins bestu gæðaafurð á markaði, á hagstæðu verði og vinna með samstarfsaðilum að jákvæðum áhrifum á umhverfi og samfélag.