Gómsæt sinnepssósa

Gómsæt sinnepssósa

Hráefni: 

  • Sjö ljósleit sinnepskorn
  • 2 hvít piparkorn
  • 1 msk dijon sinnep
  • 1 tsk af hvítvínsediki
  • 1/2 tsk af sykri
  • 1 1/2 tsk sýrður rjómi
  • 1/4 tsk salt
  • 1 eggjarauða

Aðferð:

Sinneps- og piparkornin eru steytt í mortéli. Dijon sinnepinu er hrært út í hvítvínsedik, sinnepskornunum bætt við ásamt sykri. Sýrða rjómanum, saltinu og eggjarauðunni hrært vel saman, sinnepsblöndunni bætt út í og hrært vel saman.