Frá árinu 2008 hefur salan á Lambhagasalati áttfaldast og fyrirtækið hefur reist um 11 þúsund fermetra af hátæknigróðurhúsum. Stefnt er að því að framkvæmdir í Mosfellsdal hefjist síðar á árinu. Hafberg segist hefðu viljað sjá garðyrkju dafna í Reykjavík en rekstrarskilyrði í Mosfellsdal séu margfalt betri og það sé því inni í myndinni að fyrirtækið flytji alfarið þangað.