Starfsmannastefna Lambhaga

Lambhagi vill vera samkeppnishæfur og eftirsóttur vinnustaður.

Heilsa og vellíðan

Lambhagi leitast við að stuðla að almennri vellíðan og góðri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Aukin vellíðan leiðir af sér aukin lífsgæði og ánægðari starfsmenn.

Öryggi og vinnuvernd

Lambhaga er umhugað um heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Fyrirtækið bíður upp á örugga og heilsusamlega vinnuaðstöðu sem frekast er kostur og leggur áherslu á að starfsmenn verndi sjálfa sig, samstarfsmenn, utanaðkomandi aðila, vörur og búnað fyrir hvers konar skaða.
Einelti, ofbeldi, fordómar, kynferðisleg eða kynbundin áreitni líðast ekki hjá Lambhaga.

Tóbaksvarnir

Lambhagi ehf. er tóbaks- og reyklaust fyrirtæki þar sem starfsfólk notar ekki tóbak á vinnusvæði, í húsnæði, á lóð eða í merktum bifreiðum Lambhaga.

Persónuvernd

Lambhagi hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem fyrirtækið safnar.

Jafnrétti

Hjá Lambhaga eiga konur og karlar jafna möguleika til starfa. Við ákvörðun launa er þess gætt að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kyns, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar eða trúarbragða. Starfsmenn njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt störf og sambærilega frammistöðu.
Leitast er við að gera starfsmönnum kleift að samræma starfskyldur sínar og fjölskylduábyrgð með gagnkvæmum sveigjanleika í vinnutíma eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið.

Opin samskipti

Upplýsingaflæði og opin samskipti milli eigenda og starfsmanna er mikilvægur þáttur í starfsmannastefnu Lambhaga. Því er það haft að leiðarljósi að starfsmenn fyrirtækisins séu vel upplýstir um verkefni sín, skyldur og ábyrgð. Að sama skapi leggjum við upp úr því að starfsmenn geti tjáð sig umbúðalaust við yfirmenn og stjórnendur fyrirtækisins. Samskipti byggi á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu milli fyrirtækisins og starfsmanna og starfsmanna sín í milli.

Ráðningar

Lögð er áhersla á fjölbreytta flóru starfsfólks, við ráðningar veljum við hæfustu einstaklingana í starfið með metnað, samvinnu, jákvæðni, heiðarleika og ábyrgð að leiðarljósi. Allir sem hefja störf fá fræðslu um starfsemina svo og markvissa starfsþjálfun.