Umhverfis- og sjálfbærnistefna Lambhaga
 • Framleiðsla Lambhaga skuli uppfylla væntingar og óskir neytenda.
 • Að öryggi og heilsa neytenda sé höfð að leiðarljósi.
 • Framleiðsla fyrirtækisins sé fyrsta flokks, alveg frá fyrsta skrefi framleiðslu til þess síðasta.
 • Starfsemi fyrirtækisins sé kolefnisjöfnuð og lágmarka skuli neikvæð umhverfisáhrif.
 • Framleiðsla Lambhaga sé leiðandi í sjálfbærni og umhverfismálum.
Grænn Lambhagi
 • Orkusalan veitti Lambhaga ehf. viðurkenninguna „grænt ljós“ fyrir vistvæna orku árið 2019
 • Við ræktun hjá Lambhaga ehf eru einungis lífrænar varnir notaðar, engin eiturefni.
 • Staðsetning gróðrarstöðvarinnar í Lambhaga og í Lundi er einstök, þar sem örstutt er á ferskmarkað stór-höfuðborgarsvæðisins og sá styrkleiki minnkar kolefnissporin.
 • Gróðrarstöðin notar ekki lengur plastkassa til vöruflutninga heldur pappa sem er endurvinnanlegur.
 • Pappírspottar við ræktun hafa leyst plastpotta af hólmi.
 • Vökvunarvatnið okkar notum við margsinnis eftir hreinsun og efnagreiningu sem við framkvæmum sjálf á höfuðstöðvum okkar.
Markmið Lambhaga 2021
 • Að verða fyrsta val neytenda á grænmetismarkaði á Íslandi því umhverfislegur ávinningur er í því að framleiða hér á landi salat og grænmeti í stað innfluttra ferskvara. Auk þess sem íslensk framleiðsla minnkar kolefnisfótspor Íslands.
 • Markmið Lambhaga er að framleiða meiri breidd af gæðavöru á grænmetismarkaði landsins.
 • Gæði á salati tryggjum við með notkun á ómenguðu vatni, hreinu lofti, jarðvegi án allra eiturefna og einstöku hreinlæti. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Sýni ehf koma reglulega til sýnatöku í Lambhaga og með þeirra eftirliti ásamt þjálfuðu starfsfólki okkar, setjum við okkur þær kröfur að bjóða upp á besta og ferskasta salat á íslenskum markaði.
 • Lokamarkmið Lambhaga er endurnýting. Með ábyrgum starfsháttum tryggir Lambhagi gæði framleiðslu sinnar frá uppphafi til enda, þess vegna er það á stefnuskrá okkar að endurnýta ræktunarmoldina og allan afskurð plantna.
 • Við höldum ótrauð áfram að vinna í því að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag og setjum okkur ný og háleit markmið á hverju ári.