Veislusalat

Veislusalat t.d. í ferminguna

Hráefni:

  • 3 lambhagasalatspokar
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • Mangó
  • Dökk, steinlaus vínber
  • 1 rauð paprika
  • Fetaostur
  • Slurkur af kryddolíu úr fetaostskrukkunni

Aðferð:

Lambhagasalatið rifið niður, tómatarnir skornir til helminga eða haft þá enn heila, þitt er valið, mangóið skorið í teninga, vínberin einnig skorin til helminga, paprikan skorin í fína strimla, fetaosturinn mulinn yfir og kryddolíunni úr fetaostskrukkunni hellt yfir og þetta blandað vel saman ofan í skál.

 

Yfir salatið rétt áður en það er borið fram:

  • Ein pakkning kínanúðlur (ekki kryddið) tekin í sundur og mulin á vel heita pönnu og ristað. brúnað aðeins (ekki sett nein olía-bara heit þurr panna)
  • Einn poki furuhnetur ristað á pönnu.

Þessu er stráð yfir salatið, því meira því betra.

Frá: Steinu litlu Völudóttur