Vinaigrette sósa

Vinaigrette olíu-ediksósa

 

Hráefni: 

  • Fjórar greinar estragon
  • Kerfill
  • Steinselja
  • Graslaukur
  • Tveir smáir laukar
  • 1/2 tsk salt
  • 1/4 tsk nýmalaður hvítur pipar
  • 2 msk hvítvínsedik
  • 4-5 msk af jómfrúarolíu

Aðferð:

Estragon, kerfill, steinselja, graslaukur og laukurinn allt fínsaxað. Eftir það er saltinu,  hvíta piparnum og hvítvínsedikinu hrært saman. Við tekur að jómfrúarolíunni, fínsöxuðu laukunum og kryddjurtunum sé bætt út í. Einnig má pressa hvítlauk saman við.