
Lambhagi … hvers vegna?
Jú svarið er einfalt, Lambhagi er lögbýli innan borgarmarka Reykjavíkur og því einn af fáum bóndabæjum höfuðborgarsvæðisins. Lambhagi hefur allt frá árinu 1979 séð borgarbúum fyrir ferskasta salati sem völ er á.Vistvæn ræktun er í hávegum höfð hjá Lambhaga þar sem mikið gæðaeftirlit fylgir ræktuninni. Ekki líður langur tími frá því varan er uppskorin þar til hún er komin í hillur verslana. Nálægðin við markaðinn er einstök og tryggir Lambhagasalati algjöra sérstöðu hvað varðar ferskleika.
Vörurnar okkar
Veldu vörur frá Lambhaga

Enn að vaxa
Þú getur fengið salat sem er enn í potti, þannig að salatið heldur áfram að vaxa og dafna heima í eldhúsinu þínu
Kitla bragðlaukana
Salatið frá Lambhaga eru ávallt fersk og erum við líka með vatnakarsa og súrur sem eru frábær viðbót í salatið þitt
Brakandi ferskt
Lambhagi rekur hátæknigróðurhús sem eru alsjálfvirk og því hægt að bjóða upp á brakandi ferskar íslenskar afurðir allan ársins hring
Án allra eiturefna
Hjá Lambhaga notum við engin eiturefni svo sem skordýraeitur í ræktuninni
Andoxunarefni
Salat er fullt af andoxunarefnum svo sem B, C og E vítamín, lýkópen og karóteni
Trefjaríkt
Salat er trefjaríkt og getur hjálpað til við að halda niðri kolesteróli og koma í veg fyrir hægðartregðu