Salat

  • Hveitigrasið frá Lambhaga hreinsar og byggir upp líkamann og er einstaklega hollt og gott. Best er að pressa hveitigras í safapressu og fá sér eitt staup á dag. Safinn er stútfullur af næringarefnum, vítamínum, steinefnum, blaðgrænu og yfir 80 tegundum af ensímum sem losa okkur við uppsöfnuð EITUREFNI úr frumum líkamans. Í óhefðbundnum lækningum hefur hveitigras verið notað til meðhöndlunar á blöðrubólgu, þvagsýrugigt, gigt, hægðartregðu o.fl. Þú getur keypt hveitigrasið okkar í sér bakka eða niðurskorið í boxi hjá Lambhaga. Viðskiptavinir geta einnig keypt 3 tegundir af safapressum hjá okkur. Myndir, verð o.fl. undir Safapressur.
  • Íssalat er stökkt salat, hentar vel í matarmikil salöt t.d. með brauðteningum, steiktu fleski, radísum, sesamfræjum, pylsum, ansjósum, tómötum og söxuðum hnetum. Gott geymlsuþol. Sérlega vinsælt á allar tegundir borgara. Þú getur fengið íssalatið í:
    • 125 g boxi – salatið er rifið niður í höndum til að tryggja gæði þess og endingu.
    • 120 – 140 g pappírspotti – þar sem plantan er lifandi fersk – hægt er að nýta hana strax eða veita henni framhaldslíf í þínum eigin garði.
    • 500 g poka fyrir stórnotendur
  • Lambhagasalat er ferskt þunnblaðasalat sem er mjög gott í græn salöt eða með áleggi á brauð. Salatið er rifið niður í höndum til að tryggja gæði þess og endingu. Lambhagasalatið er m.a. sérlega C-vítamín og A-vítamínríkt Þú getur fengið Lambhagasalat í:
    • 125 g boxi – salatið er rifið niður í höndum til að tryggja gæði þess og endingu.
    • 120 – 140 g pappírspotti – þar sem plantan er lifandi fersk – hægt er að nýta hana strax eða veita henni framhaldslíf í þínum eigin garði.
    • 500 g poka fyrir stórnotendur
  • Pac Choi - Blaðkál einnig kallað salatkál eða kínverskt selleríkál er blaðgrænmeti sem oft er notað í kínverskum réttum. Blaðkál er skylt vestrænu káli og næpu. Blaðkál sem kallast á ensku pak choi eða bok choi myndar ekki höfuð heldur vaxa blöðin í knippum. Blöðin eru dökkgræn með ljósgrænum stilkum. Þú getur fengið Pac Choi (Blaðkál) í:
    • 125 g pakkningum
  • Rauðrófublöðin eru ekki seld sér heldur eru þau ræktuð fyrir salatblöndurnar okkar. Salatblöndurnar fást í:
    • 125 g boxi
    • 1 kg poka fyrir stórnotendur
  • Rucola er káltegund sem er ræktuð vegna sérstaks kryddbragðs sem venst mjög vel. Auk þess eru blöðin skrautleg og lífga því upp á alla rétti. Rucola er frekar viðkvæmt og vandmeðfarið í ræktun. Rucola geymist best í lokuðum poka inn í ísskáp. Kjörhitastig er 0 – 5 °C Þú getur fengið Rucola í:
    • 75 g pakkningum
  • Spínatkálið okkar er af ættinni BRASSICA RAPA – KOMATSUNA. Það er einstaklega næringarríkt og járnríkt og stundum kallað OFURFÆÐA. Brassica rapa – Komatsuna tegundin inniheldur enga OXALSÝRU sem finnst í miklu magni í spínati. Þessa tegund af spínatkáli má borða ferska og ósoðna en ráðlagt er að sjóða allar spínatstegundir til að ná út oxalsýruinnihaldinu sem er skaðlegt. Að sjálfsögðu má líka sjóða eða steikja spínatkálið brassica rapa ef fólk vill. Þú getur fengið spínatkálið í pakkningunum:
    • 125 g boxum – skorið með stönglinum sem er líka mjög næringarríkur
    • 500 g poka fyrir stórnotendur
  • Við nýtum súrurnar okkar í salatblönduna og gefa þær bæði skemmtilegan lit og einstakt bragð. Súrur eru einstaklega ríkar af C-vítamíni og A-vítamíni Súrurnar eru ekki seldar sér heldur eru þær ræktaðar fyrir salatblöndurnar okkar Salatblöndurnar fást í:
    • 125 g box þar sem salatið og súrurnar eru niðurrifnar
    • 1 kg poka fyrir stórnotendur
  • Vatnakarsi er notaður til skreytinga í salöt og á smurt brauð. Einnig er gott að strá honum yfir súpur og sósur eftir matseld en hann missir bragðið við suðu. Einstaklega góður í kartöflu-, eggja- og grænmetissalöt. Vatnakarsinn er skyldur sinnepi og hefur bragðeiginleika þess. Vatnakarsinn er einstaklega vítamínríkur og þá sérstaklega af K-vítamíni, C-vítamíni, A-vítamíni og B-vítamíni og hlaðinn andoxunarefnum. Vatnakarsinn er seldur í afgreiðslu Lambhaga og eftir pöntunum. Þú getur fengið Vatnakarsann í:
    • 120 – 140 g pappírspotti – þar sem plantan er lifandi fersk – hægt er að nýta hana strax eða veita henni framhaldslíf í þínum eigin garði
Go to Top